Auktu endingu gönguskóna þinna

Val á gönguskóm
Mjúkir leðurskór henta vel fyrir göngur á Íslandi.  Allir vandaðri skór eru með stömum grófum botni sem gefur gott grip.  Uppháir skór  veita góðan stuðning við öklann, sem full þörf er á þegar gengið er utan göngustíga eða þegar borinn er bakpoki.  Leðurskór eru þægilegir og aðlaga sig vel að fætinum.  Mælt er með því að skórnir séu með öndunarfilmu sem gerir þá vatnsheldari auk þess sem auðvelt að bera á leðurskóna til þess að vatnsverja þá.  Leðurskór eru einnig sterkir og endast mun betur heldur en skór úr næloni eða gerfiefnum.  Vandaðir gönguskór eru dýrir og með lítilli fyrirhöfn er hægt að auka endingu þeirra.

Góð meðhöndlun eykur endingu
Góð meðhöndlun á leðurskóm eykur endingu þeirra.  Þegar komið er úr göngu er gott að skola drullu af skónum meðan þeir eru en blautir, það gerir umhirðu þeirra mun auðveldari.  Æskilegt er að þurka skóna við vægan hita frekar heldur en að setja þá á ofn.  Gott er að bera reglulega á skóna og gæta að því að leðrið verði aldrei of þurrt. 
Margar sérviskulegar aðferðir eru við að bera á leðurskó.  Hægt er að hita skóáburðinn áður en borið er á skóna eða að hita skóna til þess að áburðurinn fari betur inn í leðrið.  Í útilegum er hægt að vaxbera skóna með berum höndum og nudda áburðin inn í skóna. 
Góð meðhöndlun kemur í veg fyrir að leðrið springi og gefi sig. 
Það sem fyrst gefur sig í gönguskónum eru oft saumarnir.  Þrátt fyrir að leðrið sé saumað með tvöföldum eða þreföldum saum morknar þráðurinn og gefur sig með tímanum, oft áður en botninn á skónum er uppslitinn.  Með einföldum aðgerðum er hægt að koma í veg fyrir þetta vandamál og lengja til muna líftíma skóna.

Einfalt ráð til þess að tvöfalda líftíma gönguskóna
Eins og áður segir er það oft saumurinn á gönguskóm sem fyrst gefur sig.  Með því að bera vöðlulím á sauma er nánast hægt að koma í veg fyrir þetta vandamál.   Bestan árangur gefur að bera vöðlulím á saumana á nýjum skóm og þá er líklegt að saumarnir endist næginlega lengi til að slíta upp tveimur til þremur botnum á skónum. 
Einnig er hægt að bera vöðlulím á eldri skó, jafnvel líma samann sauma sem eru að byrja að rakna upp til þess að lengja líftíma þeirra.
Ef að reglulega er borið á skóna og vöðlulím er sett á saumana á nýjum skóm þá er botninn á skónum fyrstur til þess að verða uppslitinn.  Hægt er að láta skipta um botn hjá skósmiðum fyrir ¼ af andvirði nýs skópars. 
Vöðlulím er hægt að fá í veiðiverslunum og hef ég notað http://www.stormsure.com/ með góðum árangri.

Auglýsingar

Um leifurorn

Fjallaleiðsögumaður. Leiðsögn um fjöll hér heima sem erlendis Mountain Guide. Hiking, Trekking, Skiing, Climbing and Biking Expeditions in Iceland and Greenland
Þessi færsla var birt undir Útbúnaður - ummfjöllun og prófanir. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s