Um öndunarfilmur og vindstoppandi fatnað

Á síðustu dögum hef ég oft verið spurður hvað ég hafi verið að auglýsa fyrir Polartec.  Nýtt efni, ný filma ..þessi útivistarfatnaður er vissulega orðin svolítið flókinn.  Hér verður farið yfir nokkrar gerðir af vind- og vatnsþéttum fatnaði og fjallað um hvernig fatnaðurinn er notaður af útivistarfólki.

Almennt um öndunarefnisfilmur

Þegar Gore-Tex kom á sínum tíma með nánast því vatnshelda filmu sem hleypti út raka var það bylting í útivistarheiminum.  Í dag er þessi frumkvöðull kominn með harða samkeppni, einkum frá eVent öndunarefnisfilmunni.  Gore-tex hefur reynt að mæta samkepninni með endurbótum á efninu, fyrst XCR og svo Pro Shell filmunni en virðist engu að síður ekki ná sömu öndun og eVent.  Bæði óháðar rannsóknir, notkunaprófanir og skoðanir gagnrínanna hallast að því að eVent filman andi betur. 

The US Army’s Natick tests of waterproof-breathable laminates reported that eVENT fabric proved to be the most breathable of all materials tested, averaging twice the breathability of its closest competitor. Testing included the likes of Gore-Tex XCR®, Sympatex®, and various other waterproof-breathable fabrics. (Heymild: FeedtheHabit)

Það eru engu að síður aðeins smærri og kannski framsæknari fyrirtæki sem nota eVent meðan flestir stærstu útbúnaðarframleiðendurnir nota Gore-tex.  Ræður þar mestu hversu þekkt vörumerki Gore-Tex er meðan eVent merkið er nýrra á markaðinum og ekki eins þekkt.   Það tók eVent talsverðan tíma að skapa sér nafn og ná forskoti á fjölda samkeppnisaðila. 

Nú ætlar Polarteck að blanda sér í slaginn með nýju NeoShell filmuna en um hana er fjallað sérstaklega hér að neðan.

Til þess að minnka kostnað nota margir minni útbúnaðarframleiðendur eigin- eða óþekktar öndunarefnisfilmur í sinn fatnað.  Þeir geta þróað þær eða skipt um filmur á milli ára en haldið sama markaðsnafninu.  Í þeim tilvikum er lítill aðgangur af hlutlausum prófunum og verður hver og einn að dæma um hvernig honum líki viðkomandi flík. 
Af þeim vörumerkjum sem mest sjást hérlendis þá notar 66°N núorðið eVent í allan sinn fatnað, North Face og Mammut nota Gore-Tex og Cintamani notar eigin- eða óþekkta filmu sem þeir kalla Iceagard í sinn fatnað. 

Öndunarefnisfatnaður fyrir verstu aðstæður

Í lengri og erfiðari ferðum, þar sem allra veðra er von, þá er ég bæði í öndurnaefnisstakk og buxum.  Dæmi um þannig ferð er leiðangur sem ég fór yfir Vatnajökul með þrjá Ítali í febrúar fyrir ári síðan og ætti sú ferðasaga vel heima hér á síðunni.  Sama gildir um dagsferðir þar sem ég býst við vondu veðri og er það stór hluti dagsferða yfir háveturinn.
Í þessum ferðum þá skiptir megin máli að fatnaðurinn andi vel og haldi mér þurrum.  Fyrir þá notkun vil ég eiga eVent stakk og buxur með góðu sniði.  Nauðynlegt er að hafa góða skörun á milli stakks og buxna og einnig er lögun hettunar sérstaklega mikilvæg til þess að veita gott skjól, því stakkurinn er til þess að nota í vondum veðrum. 
Seinustu mánuði hef ég hef verið í nýja Vatnajökull stakknum frá 66°N.  Hann er með góðu sniði, kominn með eVent öndunarfilmuna og reynist mjög vel. 

Vindheldar peysur – þægilegasti fatnaðurinn

Í nánast öllum ferðum vill ég heldur vera í vindheldri peysu fremur en stakk ef það er mögulegt.  Vindhelda peysan er úr teygjanlegu efni og mikið þjálli og þægilegri í hreyfingu heldur en stakkurinn auk þess sem hún andar mun betur en eVent eða aðrar öndunarfilmur.  Vatnajökull Softshel peysan frá 66°N er dæmi um vel heppnaða vindhelda peysu.  Hún er framleidd úr Power Shield Pro efninu frá Polartec sem er leiðandi á þessu sviði.  Efnið er teygjanlegt, algerlega vindhelt en andar mjög vel.  Efnið er lítillega vatnsþétt en þolir ekki samfelda rigningu þannig að í lengri ferðum er þörf á því að vera með vatnsþéttan utanyfirfatnað í bakpokanum. 

Aðrar kröfur til utanyfir fatnaðar sem notaður er með vindheldum peysum

Með aukinni notkun á vindheldum peysum geri ég aðrar kröfur til vatnshelda fatnaðarins sem ég nota með peysunni.  Yfir háveturinn og í verstu veðrum, þá þarf ég traustan, vel sniðinn, öndunarefnisfatnað og skil þá oft vindheldu peysuna eftir heima.  Annars vil ég helst vera í peysunni en þarf þá að hafa vatnsheldan utanyfirfatnað með í bakpokanum.  Kröfur til utanyfirfatnaðarins sem ég nota með vindheldu peysunni, eru því að hann sé mjög léttur og fyrirferðalítill því hann á að vera sem mest í bakpokanum.  Þegar farið er í utanyfirfatnaðinn þá er það í rigningu og því þarf fatnaðurinn að vera sem best vatnsheldur og má það vera á kostnað öndunarinnar. 
Ég vil gjarnan eiga fisléttann, fyrirferðalítinn, nánast algerlega vatnsþéttan öndunarefnis fatnað með góðu sniði til að nota með vindheldu peysunni í öllum sumarferðum og dagsferðum stóran hluta af árinu.  Mér hefur gengið illa að finna fullkominn slíkan fatnað.

Neoshell, næsta bylting í útivistarfatnaði

Ég nota Power Shield Pro vindhelda peysu stóran hluta af þeim tíma sem ég er í útivist.  Vindheld peysa úr Neoshell, nýja efninu sem Polartec er að markaðsetja, er einnig vatnshelt og því orðin flík sem nota má við nánast allar aðstæður án þess að vera með utanyfirskel í bakpokanum.  Efnið er teygjanlegt, það andar að vísu ekki jafnvel og Power Shield en mörgum sinnum betur heldur en event og önnur hefðbundin vatnsþétt öndunarefni. 
Til þess að Neoshell verði „hin fullkomna flík“ þarf hún að vera saumuð úr mjúku teygjanlegu efni þannig að þægilegt verði að hreyfa sig í flíkinni.  Það á hvorki að „skrjáfa“ né „braka“ í flíkinni og innra byrðið þarf að vera mjúkt þannig að tilfinningin við notkun verði eins og peysu frekar en stakk.  Þannig fæst hin fullkomna „mjúka skel“, vind og vatnsþétt flík sem notuð er eins og peysa en hefur vatnsheldni stakks. 

Þarna geta legið margar tæknilegar hindranir þar sem það er talsverðum erfiðleikum bundið að bræða sauma á flík úr mjúku efni til þess að gera flíkina vatnshelda.
Ég fekk þannig vind og vatnsþétta peysu til prófunar frá Polartec og er það frábær flík.  „Peysan“ hefur reynst vel og haldið vatnsheldni sinni þá mánuði sem ég hef notað hana. 

Polartec er efnisframleiðandi.  Þeir framleiða ekki sínar egin flíkur heldur setja á markaðinn efni sem útbúnaðarframleiðendur geta unnið með.  Það verður gamann að fylgjast með hvernig útbúnaðarframleiðendum tekst að vinna með þessa nýju möguleka. 

Sé Neoshell filman notuð í  þriggja laga nælon skel er hún nánast orðin eins og hver annar stakkur.  Vissulega stakkur úr þunnu tegjanlegu efni með betri öndun heldur en við höfum séð hingað til.  Stakkur sem mun veita eVent og Gore-tex harða samkeppni en ekki sú byltingarkennda flík sem hún getur orðið sé hún notuð sem peysa í mjúkri skel.

Auglýsingar

Um leifurorn

Fjallaleiðsögumaður. Leiðsögn um fjöll hér heima sem erlendis Mountain Guide. Hiking, Trekking, Skiing, Climbing and Biking Expeditions in Iceland and Greenland
Þessi færsla var birt undir Útbúnaður - ummfjöllun og prófanir. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s