Í auglýsingu fyrir Polartec

Polartec er ein stærsti og virtasti framleiðandi á flísefnum í heiminum í dag.  Margir af helstu framleiðendum á útivistarfatnaði nota flísefni frá þeim eins og 66°N, North Face og fleiri aðilar.

Markaðstjóri Polartec kom til Íslands með hóp blaða- og atvinnuskíðamanna seinasta vetur.  Ætlunin var að skíða vesturhlíð Öræfajökuls en eldgosið í Eyjafjallajökli braust út daginn sem þau lentu og kom í veg fyrir þær áætlanir.  Fastur með hópinn á Suðurlandi ákvað ég að koma við í bjórverksmiðunni i Ölviðsholti og aka síðan norður á Tröllaskaga.

Með mjög vana skíðamenn og þrjá þátttakendur með full réttindi sem leiðsögumenn tók skíðadag og stærð 2 snjóflóð að vinna sér inn þann virðingarsess að verða tekinn alvarlega sem yfirleiðsögumaður hópsins.
Eftir vonskuveður og snjóflóðahættu fyrstu dagana rættist úr veðri og við áttum nokkra mjög góða daga í púðursnjó.  Nokkrar myndir úr ferðinni má sjá notaðar í erlendum útbúnaðarauglýsingum auk þess sem kynni mín við markaðstjóra Polartec urðu til þess að mér var boðið að vera í hópi þeirra leiðsögumanna og afreksíþróttafólks sem þeir nota til þess að kynna NeoSell filmuna sína.

Auglýsinguna í heild má sjá á  slóðinni: http://www.neoshell.com/profile.php?page=leifur_orn_svavarson

Auglýsingar

Um leifurorn

Fjallaleiðsögumaður. Leiðsögn um fjöll hér heima sem erlendis Mountain Guide. Hiking, Trekking, Skiing, Climbing and Biking Expeditions in Iceland and Greenland
Þessi færsla var birt undir Leifur Örn. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Í auglýsingu fyrir Polartec

  1. Helga María sagði:

    Glæsilegur! Gaman að fá bloggsíðu til að fylgjast með þróun fjallamennskumála heima á klakanum 😉
    Vona að það sé nóg af snjó og kalt á Íslandi núna..
    Kv,
    Helga hin norska

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s