Aconcagua

  Aconcagua er hæsta fjall Suður-Ameríku og því eitt af þeim 7 fjöllum sem eru hæst í sinni heimsálfu.  Aconcagua sem er 6.962 m hátt, er oft sagt vera hæsta fjall “Vesturheims” en sérstaða þess í hæð sést betur á því að eingöngu í Himalaya fjallgarðinum í Asíu má finna hærri fjallstinda.
Ganga á fjallið er líkamlega mjög erfið en þar er ekkert klifur eða tæknilegir erfiðleikar.   Á hefbundinni gönguleið á fjallið eru engir jöklar og snjór einskorðast oft við harðtroðna gönguleiðina sem gerir það að verkum að betra er að ganga á mannbroddum seinustu tvær dagleiðirnar á fjallið.
Ég gekk fyrst á fjallið 2007 sem fararstjóri fyrir litlum hópi Íslendinga.  Ég er síðan nýkominn úr minni annarri ferð með íslenskan hóp.  Sú ferð gekk vel og einnig þar náðu allir þáttakendur toppnum.

Í umræðu um fjallgönguna hafa nokkrir aðilar sýnt fjallinu áhuga.  Íslenskir Fjallaleiðsögumenn munu bjóða uppá ferð á fjallið í janúar 2013.  Upplýsingar um þá ferð má sjá á heimasíðu Íslenskra Fjallaleisögumanna: http://www.fjallaleidsogumenn.is/LengriFerdir/Utanlandsferdir/Aconcagua/

Auglýsingar

Um leifurorn

Fjallaleiðsögumaður. Leiðsögn um fjöll hér heima sem erlendis Mountain Guide. Hiking, Trekking, Skiing, Climbing and Biking Expeditions in Iceland and Greenland
Þessi færsla var birt undir Aconcagua. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Aconcagua

  1. Börkur sagði:

    Væri virkilega gaman að skella sér með að ári. Set þetta á bak við eyrað.

    Börkur

    P.s. flottur í Polartec auglýsingunni, well earned status!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s